Færsluflokkur: Bloggar

Aukalán fyrir námsmenn í vanda.......

Í tilefni þessar fréttar um að 7 umsóknir voru samþykktar og 95 hafnað varð ég bara að stofna mér blogg hérna og láta í ljós vonsvikni mína á þessu máli. Nú er ég sjálfur námsmaður í Danmörku og er  með umsókn þarna um aukalán en veit ekkert en um mína umsókn, las þessa frétt bara í morgun og hreinlega blöskraði bara yfir þessari frétt. Ég er í skóla hérna í Horsens og það eru ansi margir Íslendingar hérna og nokkrir eru nú hættir og ég veit að það eru margir að hugsa um að hætta í bili á meðan ástandið er svona og það voru margir sem fögnuðu þessari "björgun" sem að þeir köllu það hérna í byrjun um að veita aukalán til þeirra sem væru í vanda en svo kom nú á daginn að skilmálarnir voru nú svo strangir að fólk átti nú mjög erfitt með að skilgreina sig um hversu mikinn vanda maður þyrfti að vera í til að fá lán og ég var einn af þeim líka og flestir sem ætluðu nú að sækja um hættu nú við og sögðu að það þyrfti nú bara að vera kominn á götuna og missa íbúðina og meira slíkt. En ég hafði nú trú á þessu liði sem sögðust ætla að "bjarga" námsmönnum en allt kom fyrir ekki, 7 manns ég meina 7 manns fengu samþykkt, nú þótti mér að ég væri með ansi sterka umsókn og ef að ég fæ ekki samþykkt þá er nú mín staða orðin ansi erfið og sennilega þarf ég að hætta í námi og sömuleiðis konan mín. Og fyrir utan það, hvað þarf maður þá að vera í miklum vanda til að fá lánið??

Skítalykt af þessu öllu


mbl.is Sjö námsmenn í neyð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband